Áhugasviðspróf og styrkleikagreining

There's no learning without trying lots of ideas and failing lots of times.Jonathan Ive

Hvað veistu um sjálfan þig?

Þegar ákveða þarf næstu skref getur verið gott að velta fyrir sér eigin styrkleikum, annað hvort upp á eigin spýtur eða með aðstoð náms- og starfsráðgjafar. Þar er hægt að mæta í viðtal til ráðgjafa og ræða hlutina og/eða taka VIA styrkleikakönnun og áhugasviðsprófið Bendil gegn vægu gjaldi.

Er þörf á setja upp styrkleikagleraugun?

Það getur verið mjög hjálplegt fyrir einstakling sem er á þeim tímamótum að velja sér nám við hæfi að þekkja styrkleika sína. Styrkleikar eru, samkvæmt vísindamönnum sem hafa rannsakað efnið, náttúrulegir hæfileikar sem koma fram í hegðun, tilfinningum og hugsunum sem gerir viðkomandi kleift að takast á við verkefni á sem áhrifaríkastan hátt með farsælustu útkomuna. 

Við byrjum á því að velta fyrir okkur hvaða styrkleika þú hefur og til þess að gera það er einfaldast að þú spyrð þig eftirfarandi spurninga;

1. Hvað er það sem ég er góð/ur í?

2. Hvað er það sem kemur fram á eðlilegan hátt?

3. Hvað er það sem gefur mér jákvæða orku?

Góð byrjun fyrir flesta til að geta svarað þessum spurningum er að draga saman með því að rifja upp stundir þar sem þú ert að njóta þín algjörlega í því sem þú ert að gera þá stundina, þar sem þér finnst tíminn hafa flogið í burtu en eftir á, líður þér vel og ert endurnærð/ur og full/ur af orku.

Þegar talað er um notkun styrkleika er einnig talað um að vera í flæði en það er einmitt þessi tilfinning sem viðkomandi upplifir sig algjörlega í verkefninu. Einnig er gott að hafa í huga að manneskjan hefur tilhneigingu til að einblína á það neikvæða eða veikleika í stað hið jákvæða, styrkleika okkar. Þetta virðist manneskjunni eðlilegt og er talað um tilhneigingu til hið neikvæða (e. Negativity Bias) því er mikilvægt að staldra við og skoða hvað er að skila árangri og hvað ekki.

Rannsóknir sýna að einungis 1/3 fólks veit hvaða styrkleika það hefur. Það er því mikilvægt að manneskjan átti sig á því hvaða áhrif styrkleikaþekking og notkun hefur á vellíðan og hamingju. Ef þú hefur áhuga á að setja upp styrkleikagleraugun þá er tilvalið að nýta þér þjónustu náms- og starfsráðgjafa Bjargey starfsendurhæfingar.

I have never, honestly, thrown a chair in my life.Steve Ballmer

Via styrkleikakönnun

Ef manneskja á erfitt með að finna hverjir eru styrkleikar hennar getur verið hjálplegt að taka styrkleikakönnun eins og VIA . Könnunin mælir 24 skapgerðarstyrkleika fólks. Hún er vísindalegt mælitæki og hafa yfir sex milljónir manna tekið könnunina í dag í yfir 190 löndum. Hún byggist á sex flokkum; visku, hugrekki, manngæsku, réttlæti, yfirvegun og vitundarstigi.

Þetta eru 120 setningar sem þú þarft að taka afstöðu til. Könnunin er á ensku og niðurstöður sína 24 sameiginlega skapgerðarstyrkleika mannfólksins sem hægt er að flokka niður eftir því hvort þetta eru toppstyrkleikar, meðal eða minna notaðir styrkleikar.