Image

Hugsjón og markmið

Hvað gerum við

Að aðstoða óvirka alkóhólista, öryrkja og þá sem eru ekki á vinnumarkaði og hafa ekki gott aðgengi að vinnu vegna veikinda sinna.

Að hjálpa fólki að byggja sig upp fyrir framtíðina til að geta tekið þátt í þjóðfélaginu á ný, hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft.

Endurhæfingin verður unnin í samráði við lækni, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og áfengis og fíkniefnaráðgjafa.

Image

Þjónustusvið

Þjónustusviðin eru fimm talsins

Félagssvið

Félagsráðgjöf/viðtöl, efling félags- og samfélagslegra úrræða, fræðsla um mannleg tengls og félagsleg samskipti, fræðsla og námstækni um ADHD(athyglisbrest og ofirkni), fræðsla og kennsla um fjármál.

Áfengis og vímuefnameðferð

Úrræði sem eru í boði eru bakfallsvarnir, aðstandendur, meðvirkni, fortíðarvinna, fyrirlestrar, kennsla og sjálfstyrking.

Heilsusvið

Áhersla er lögð á samstarf við meðferðarstofnarnir, félagsþjónustu, geðlækna,
sálfræðinga og aðra sem starfa að endurhæfingu eftir þörfum hvers og eins, en fylgt eftir að starfs-fólki. Heilbrigð næring, líkamsrækt og slökun.

Atvinnusvið

Greining á áhugasviði, stuðningur við nám og stuðningur á vinnustað. Eftirfarandi eru smiðjur sem miða að því að þjálfa huga og hönd með það að markmiði að Þátttakendur verði færari á eftirfarandi sviðum: Græn nytjahönnun, skapandi uppeldisumhverfi, tréútskurður, leirkersvinna, smíði, kertagerð, almenn tölvunotkun(atvinnu og ferilskrá), handmennt (saumar/ hönnun), myndlist, ljósmyndun, grafísk hönnun og vefsíðugerð, líkamsrækt.

Skólasvið

Kennsla og aðstoð við umsóknir um vinnu og nám. Að þátttakendur kynnist atvinnumarkaðnum með starfsþjálfun á almennum markaði.

Sendu okkur fyrirspurn

  Vertu betri útgáfan af þér sjálfum

  Hugmyndafræðin

  Meira

  Markhópur endurhæfingarinnar

  Einstaklingar með skerta vinnufærni vegna afleiðinga áfengis eða vímuefnaneyslu, langvarandi atvinnuleysi, fangavistar eða annarar röskunar. Einstaklingar með örorkumat og endurhæfingarlífeyrisþegar, atvinnuleysisbóta eða eru á framfærslu sveitarfélaga vegna áfengis og vímuefnasjúkdómsins.

  Skoða

  myndir

  Hlíðardalsskóli er fyrrverandi grunnskóli í Þorlákshöfn í Ölfusi.

  Meira
  Image

  Við vinnum í lausnum

  Bjargey starfsendurhæfing, leggur ríka áherslu á að hjálpa skjólstæðingum að finna sig hvar sem er á vinnumarkaðnum eftir áhugasviði og hæfni hvers einstaklings, en við erum öll misjöfn með mismunandi áherslur og hæfileika, hver og einn er einstakur.

  Taka áhugasviðspróf
  Image